Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   lau 30. mars 2024 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vetrarverðlaun, VÖK og enska hringborðið á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net tekur sér ekki páskafrí og verður á sínum stað á X977 í dag laugardag milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru Elvar Geir og Tómas Þór.

Dagskrá þáttarins:

- Rætt um Bestu deildina og Vetrarverðlaunin veitt, hverjir sköruðu fram úr á undirbúningstímabilinu?

- Tómas Þór segir skoðun sína á landsleiknum gegn Úkraínu.

- Viðar Örn Kjartansson í símaviðtali en risastórar fréttir bárust frá Akureyri þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður KA.

- Kristján Atli mætir með enska hringborðið, þriðja fjórðungsuppgjörið og Benedikt Bóas verður í beinni frá St James' Park.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner