Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 29. ágúst 2019 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Níu ára dóttir Luis Enrique látin eftir baráttu við krabbamein
Það er mikil sorg hjá Luis Enrique og fjölskyldu hans
Það er mikil sorg hjá Luis Enrique og fjölskyldu hans
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona og spænska landsliðsins, greindi frá því í dag að níu ára dóttir hans, sem hefur barist við krabbamein síðasta hálfa árið, er látin.

Enrique hefur þjálfað félög á borð við Roma, Celta, Barcelona svo spænska landsliðið en hann ákvað að hætta með spænska landsliðið í sumar vegna persónulegra ástæðna.

Hann vildi hætta með landsliðið til að sinna dóttur sinni sem var að berjast við krabbamein í beinum.

Xana lést á dögunum eftir harða baráttu en hún var aðeins níu ára gömul.

Enrique fær mikið af hjartahlýjum kveðjum á Twitter frá fjölmörgum félögum og leikmönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner