Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Wolves: 18 ára í fremstu víglínu
Diego Carlos er í vörninni hjá Villa
Diego Carlos er í vörninni hjá Villa
Mynd: Getty Images

Tvær breytingar eru á liði Aston Villa sem gerði jafntefli gegn West Ham fyrir landsleikjahléið. Þá er átján ára gamall framherji í fremstu víglínu hjá Wolves.


Diego Carlos og Moussa Diaby koma inn fyrir Clement Lenglet og Jhon Duran hjá Villa en þeir setjast báðir á bekkinn.

Það er ein breyting á liði Wolves sem tapði gegn Coventry í enska bikarnum fyrir landsleikjahléið.

Hinn átján ára gamli Leon Chiwome spilar sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni en hann kemur inn fyrir hinn 19 ára gamla Nathan Fraser.

Leikmenn á borð við Pedro neto, Hwang Hee-Chan og Matheus Cunha eru fjarverandi vegna meiðsla.

Aston Villa: Martinez, Konsa, Carlos, Torres, Moreno, Tielmans, Luiz, Bailey, Diaby, Rogers, Watkins.

Wolves: Sa, Kilman, S Bueno, Totti, Semedo, Gomes, Doyle, Lemina, Ait-Nouri, Sarabia, Chiwome.


Athugasemdir
banner
banner