Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 17:26
Brynjar Ingi Erluson
Diljá að stinga af í baráttunni um markadrottningartitilinn
Diljá Ýr hefur verið ein sú allra besta í belgísku deildinni
Diljá Ýr hefur verið ein sú allra besta í belgísku deildinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðrún er úr leik í sænska bikarnum
Guðrún er úr leik í sænska bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði tvö mörk í 4-3 sigri Leuven á Gent í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar í dag en hún er nú komin með nítján mörk í deildinni.

Diljá Ýr kom til Leuven frá Norrköping fyrir tímabilið og hefur tekið deildina með stormi.

Hún skoraði fyrstu tvö mörkin í sigrinum í dag en hún hefur skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum.

Nú er hún komin með 19 mörk í deildinni, heilum fimm mörkum á undan næsta leikmanni.

Leuven er þá á toppnum í meistarariðlinum með 28 stig, eins og Standard Liege.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum í síðari hálfleik í 4-0 sigri Juventus á Alexöndru Jóhannsdóttur og stöllum í Fiorentina. Alexandra var í byrjunarliði Fiorentina en fór af velli þegar hálftími var eftir.

Juventus er í öðru sæti meistarariðils ítölsku deildarinnar með 47 stig en Fiorentina í þriðja sæti með 39 stig.

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru úr leik í sænska bikarnum eftir að liðið tapaði fyrir Piteå, 3-2, eftir framlengdan leik. Það er því Piteå sem fer í úrslitaleikinn en liðið mætir Hammarby eða Häcken í úrslitum.

Hildur Antonsdóttir, Lára Kristín Pederson og María Catharina Gros Ólafsdóttir byrjuðu allar í 2-2 jafntefli Fortuna Sittard gegn Utrecht í hollensku deildinni. Sittard er í 4. sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner