Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 30. mars 2024 13:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emelía skoraði sitt fyrsta mark í mikilvægu jafntefli HB Köge
Mynd: HB Köge/Instagram

Emelía Óskarsdóttir skoraði gríðarlega mikilvægt mark þegar HB Köge gerði jafntefli gegn Kolding í dönsku deildinni í gær.


Kolding var marki yfir í hálfleik en Emelía, sem er aðeins 18 ára gömul, kom inn á sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Hún skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiksins og þar við sat.

Þetta var fyrsta mark hennar fyrir félagið en hún gekk til liðs við HB Köge fyrir áramót frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún lék í tvö ár.

HB Köge er í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Bröndby og stigi á eftir Nordsjælland. Börndby og Nordsjælland eigast við í þessum skrifuðu orðum en staðan er markalaus eftir um 20 mínútna leik.


Athugasemdir
banner
banner