Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 19:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Mikilvægur sigur Villa á Úlfunum
Ezri Konsa skoraði með laglegri vippu
Ezri Konsa skoraði með laglegri vippu
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 0 Wolves
1-0 Moussa Diaby ('36 )
2-0 Ezri Konsa ('65 )

Aston Villa er með þriggja stiga forystu á Tottenham í baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið vann 2-0 sigur á Wolves á Villa Park í dag.

Villa-menn komu boltanum í netið á tíundu mínútu er Ollie Watkins fékk boltann áður en Douglas Luiz setti boltann í netið. Watkins var rangstæður og markið því dæmt af.

Heimamenn skoruðu löglegt mark 26 mínútum síðar. Aukaspyrna Luiz kom inn í teiginn og fór af varnarmanni og til Moussa Diaby sem skoraði með góðu skoti.

Annað markið kom á 65. mínútu. Diaby fann Ezri Konsa sem kom á sprettinum hægra megin í teignum. Hann lyfti boltanum yfir Jose Sá í markinu og þaðan fór hann í stöng og inn. Það leit út fyrir að hann ætlaði að koma boltanum á fjær á Jhon Duran, en en hann mun líklega aldrei viðurkenna það!

Villa-menn voru nokkuð þægilegir eftir þetta mikilvæga annað mark og náðu að sigla þessu heim.

Villa er nú í 4. sæti með 59 stig, þremur meira en Tottenham sem er í fimmta sætinu. Manchester United þarf sigur gegn Brentford í kvöld til að eiga ekki í hættu á að missa Villa of langt frá sér en United er í 6. sæti með 47 stig.
Athugasemdir
banner
banner