Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 16:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Ein mesta stemning sem ég hef upplifað
Mynd: EPA

Newcastle vann ótrúlegan endurkomu sigur á West Ham á St. James' Park í dag.


West Ham náði 3-1 forystu en Alexander Isak minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en Harvey Barnes skoraði tvö og tryggði liðinu sigur.

Eddie Howe stjóri Newcastle þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir frábæran stuðning.

„Það má ekki vanmeta þann þátt sem stuðningsmennirnir áttu í hlut í dag. Þegar staðan var orðin 3-2 var tilfinningin sú að við gætum komið til baka og náð í jafntefli. Þegar við skoruðum snemma gaf það okkur tækifæri til að næla í sigur. Stuðningsmennirnir voru frábærir og þetta var ein mesta stemning sem ég hef upplifað," sagði Howe.

„Þetta minnir mann á að við erum enn að berjast. Við höfum ekki gefist upp að ná í eitthvað áþreifanlegt á þessari leiktíð. Stuðningsmennirnir hafa ekki heldur gleymt því og eru enn að styðja okkur og það hefur svo mikla þýðingu fyrir mig."


Athugasemdir
banner
banner