Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 30. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Gríðarlega spennandi slagir og heimaleikur hjá Alberti
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er gríðarlega spennandi fótboltadagur framundan í efstu deild ítalska boltans þar sem veislan hefst í hádeginu þegar Ítalíumeistarar Napoli taka á móti Atalanta í hörðum evrópuslag.

Það eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að í evrópubaráttunni, þar sem Atalanta er tveimur stigum fyrir ofan Napoli og með leik til góða. Ítalíumeistararnir hafa átt arfaslakt tímabil en eru einbeittir að því að eiga góðan lokasprett.

Hinn funheiti Albert Guðmundsson verður þá væntanlega á sínum stað í framlínu Genoa sem tekur á móti fallbaráttuliði Frosinone í nýliðaslag, en Albert og félagar sigla lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar - tíu stigum frá fallsvæðinu.

Lazio og Juventus eigast svo við í spennandi slag áður en Fiorentina tekur á móti AC Milan.

Þar er um að ræða tvo gríðarlega áhugaverða leiki, þar sem Lazio og Fiorentina eru í baráttu um evrópusæti á meðan Juve og Milan sitja þægilega í meistaradeildarsætum.

Leikir dagsins:
11:30 Napoli - Atalanta
14:00 Genoa - Frosinone
14:00 Torino - Monza
17:00 Lazio - Juventus
19:45 Fiorentina - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner