Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool vill fá egypskan vængmann - Nagelsmann orðaður við Bayern
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Amorim, Rangnick, De Zerbi, Nagelsmann, Cancelo, Bremer og Onana koma m.a. fram í slúðurpakka dagsins.


Eftir að Xabi Alonso greindi frá því að hann ætlaði að vera áfram hjá Leverkusen er Ruben Amorim stjóri Sporting Lissabon efstur á óskalista Liverpool að taka við af Jurgen Klopp. (Liverpool Echo)

Amorim, 39. er með söluákvæði í samningi sínum upp á 15 milljónir evra sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur. (Telegraph)

Bayern Munchen var einnig á eftir Alonso en félagið eltist nú við Ralf Rangnick, 65, sem var áður bráðabirgðastjóri Man Utd. (Kicker)

Bayern hefur einnig áhuga á á Roberto de Zerbi stjóra Brighton og Julian Nagelsmann landsliðsþjálfara Þýskalands. Hann var rekinn frá Bayern í fyrra. (Florian Plettenberg) 

Graham Potter kemur til greina sem næsti stjóri Dortmund en það er ár síðan hann var rekinn frá Chelsea. (HITC Football)

Real Madrid fylgist með gangi mála hjá Trent Alexander-Arnold, 25, bakverði Liverpool en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. (90min)

Liverpool hefur áhuga á Omar Maroush, 25, leikmanni Frankfurt og egypska landsliðsins ef landi hans, Mohamed Salah, 31, yfirgefur Anfield í sumar. (Mundo Deportivo)

Barcelona gæti lent í vandræðum með að halda Joao Cancelo, 29, eftir tímabilið en hann er á láni frá Man City. Spænska félagið getur aðeins fengið hann á láni en City vill selja hann og það er áhugi frá Sádí-Arabíu. (Sport)

Man Utd gæti virkt söluákvæði upp á 60 milljónir evra í samningi Gleison Bremer, 27, varnarmanni Juventus. (Repubblica)

Amadou Onana, 22, verður seldur í sumar fyrir háa upphæð ef Everton fellur úr Úrvalsdeildinni. (Football Insider)

Tottenham mun samþykkja tilboð í Pierre-Emile Hojbjerg, 28, í sumar. (Football Insider)

Aston Villa og Brighton eru mjög spennt fyrir Crysencio Summerville, 22, vængmanni Leeds United. (Football Insider)

Vonir Barcelona að næla í hinn 16 ára gamla Messinho frá Palmeiras fara ört vaxandi en Man City, Man Utd, Chelsea, Arsenal og PSG eru einnig orðuð við hann. (Mundo Deportivo)


Athugasemdir
banner