Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 09:56
Elvar Geir Magnússon
„Mér er alveg sama“ - Ten Hag spurður út í vangavelturnar
Erik ten Hag segir að umræðan hafi ekki áhrif á sig.
Erik ten Hag segir að umræðan hafi ekki áhrif á sig.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að vangaveltur um starf sitt trufli sig ekki. Enskir fjölmiðlar segja að Jim Ratcliffe sé að íhuga breytingar og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið orðaður við starfið.

„Hjá Man United verða alltaf einhverjar sögur; slúður varðandi félagið, stjórann og leikmennina. Við einbeitum okkur áfram að því að þróa liðið og gera það betra. Mér er því alveg sama um þessar sögur," segir Ten Hag.

United endaði í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vann deildabikarinn. Liðið er nú í sjötta sæti en komst í undanúrslit enska bikarsins með eftirminnilegum 4-3 sigri gegn Liverpool í 8-liða úrslitum.

Manchester United mætir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20.
Athugasemdir
banner
banner