Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino: Við viljum vinna úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images

Chelsea hefur verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en liðið er í 11. sæti deildarinnar. Liðið fær fallbaráttulið Burnley í heimsókn í dag.


Chelsea er sigursælt félag en það hefur lítið gengið undanfarið en Mauricio Pochettino stjóri liðsins er staðráðinn í því að liðið muni vinna úrvalsdeildina fljótlega.

„Við viljum vinna úrvalsdeildina. Einn daginn munum við gera það. Ef ekki, þá mun annað þjálfarateymi gera það. Stuðningsmennirnir okkar verða að skilja að þetta er nýtt verkefni með öðrum hugmyndum," sagði Pochettino.

Liðið komst alla leið í úrslit enska deildabikarsins þar sem liðið tapaði gegn Liverpool. Þá er liðið komið í undanúrslit enska bikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner