Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði þrennu í seinni hálfleik
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í síðari hálfleik er Al-Nassr vann frækinn 5-1 sigur á Al Taee í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo var í byrjunarliði Al-Nassr en tókst ekki að komast á blað í fyrri hálfleiknum.

Al-Nassr leiddi með tveimur mörkum gegn einu. Otavio og Abdulrahman Ghareeb gerðu mörkin.

Gestirnir voru manni færri og nýtti Ronaldo sér það í síðari hálfleiknum með því að skora þrennu. Hann skoraði tvö á tæpum tveimur mínútum og þriðja markið kom síðan undir lok leiksins.

Ronaldo er með 26 mörk í 23 deildarleikjum á tímabilinu og er áfram markahæstur, fjórum mörkum á undan Aleksandar Mitrovic sem skoraði tvö mörk í 4-3 sigri Al-Hilal á Al Shabab.

Al-Hilal er á toppnum með 71 stig, tólf stigum á undan Al-Nassr.






Athugasemdir
banner
banner
banner