Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Ramos hetjan gegn Getafe
Sergio Ramos var stórhættulegur í teig Getafe í leiknum í dag
Sergio Ramos var stórhættulegur í teig Getafe í leiknum í dag
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Sergio Ramos var hetja Sevilla í 1-0 sigrinum á Getafe í La Liga í dag.

Ramos er mikill markaskorari miðað við að vera varnarmaður en hann gerði eina mark Sevilla á 5. mínútu með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Hann var allt í öllu í sóknarleiknum. Hann var nálægt því að gera annað mark sitt á 32. mínútu en markvörður Getafe varði skalla hans upp við stöng.

Varnarmaðurinn kom boltanum aftur í netið undir lok hálfleiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu í þetta sinn.

Sevilla hélt út og vann mikilvægan sigur. Liðið er í 14. sæti með 31 stig, sex stigum fyrir ofan fallsæti, en Getafe er í 11. sæti með 38 stig.

Osasuna vann þá þægilegan 3-0 sigur á Almería. Jose Arnaiz, Ante Budimir og Iker Munoz gerði mörk gestanna.

Almeria 0 - 3 Osasuna
0-1 Jose Arnaiz ('2 )
0-2 Ante Budimir ('9 )
0-3 Iker Munoz ('61 )

Getafe 0 - 1 Sevilla
0-1 Sergio Ramos ('5 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Girona 33 22 5 6 69 40 +29 71
3 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
4 Atletico Madrid 33 20 4 9 62 39 +23 64
5 Athletic 33 16 10 7 53 33 +20 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 33 12 13 8 41 39 +2 49
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 33 12 9 12 54 55 -1 45
10 Getafe 33 10 13 10 41 45 -4 43
11 Osasuna 33 11 6 16 37 49 -12 39
12 Sevilla 33 9 11 13 42 46 -4 38
13 Alaves 33 10 8 15 31 38 -7 38
14 Las Palmas 33 10 7 16 30 41 -11 37
15 Vallecano 33 7 13 13 27 42 -15 34
16 Mallorca 33 6 14 13 27 39 -12 32
17 Celta 33 7 10 16 37 50 -13 31
18 Cadiz 33 4 14 15 23 46 -23 26
19 Granada CF 33 4 9 20 36 61 -25 21
20 Almeria 33 1 11 21 32 67 -35 14
Athugasemdir
banner
banner
banner