Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   lau 30. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi: Þoli ekki lygasögur - Mun marka tímamót hjá Barca
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Xavi Hernández, þjálfari Barcelona sem ætlar að yfirgefa félagið eftir tímabilið, svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir heimaleik Barca gegn Las Palmas sem fer fram annað kvöld.

Xavi staðfesti á fundinum að hann hafi lagt fram opinbera kvörtun gegn tveimur fréttamönnum vegna lyga og rógburðar gegn sér, auk þess að segjast ekki vera að íhuga að breyta ákvörðun sinni um framtíðina á næstunni.

„Það er rétt að ég lagði fram opinbera kvörtun, þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona löguðu. Ég skil gagnrýni frá fjölmiðlum en ég þoli ekki þegar fólk býr til lygasögur. Ég lagði fram þessa kvörtun eftir stórar lygar sem voru birtar í fjölmiðlum, mér var nóg boðið," sagði Xavi og ræddi svo framtíð sína hjá Barca.

„Ég er mjög þakklátur þessu félagi en ég er ekki að hugsa um að breyta ákvörðun minni varðandi framtíðina á þessum tímapunkti."

Xavi var einnig spurður út í Lamine Yamal, sem skoraði sigurmark spænska landsliðsins gegn Brasilíu á Santiago Bernabeu, heimavelli erkifjendanna í Real Madrid, í landsleikjahlénu.

„Hann er ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður, það segir ýmislegt að hann hafi fengið standandi lófaklapp á Bernabeu. Hann er sterkur og hógvær einstaklingur og mun án efa marka tímamót hérna hjá Barca."

Barca situr í öðru sæti spænsku deildarinnar og mætir PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner