Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 30. ágúst 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Logi Bergmann spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Logi Bergmann og Eiður Smári á Old Trafford á dögunum.
Logi Bergmann og Eiður Smári á Old Trafford á dögunum.
Mynd: .
Kane skorar sigurmarkið í Lundúnarslagnum samkvæmt spá Loga.
Kane skorar sigurmarkið í Lundúnarslagnum samkvæmt spá Loga.
Mynd: Getty Images
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins, var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Logi Bergmann Eiðsson, sem kemur að dagskrárgerð í enska boltanum hjá Símanum, spáir í leikina að þessu sinni. Logi fylgist vel með en hann var meðal annars í beinni frá Old Trafford í fyrstu umferðinni þegar Manchester United og Chelsea mættust.



Southampton 0 - 3 Manchester United (11:30 á morgun)
Ef United vinnur ekki Southampton þá er fokið í flest skjól. En ég held að þetta sé að koma. Spurning bara hver klúðrar víti í leiknum

Chelsea 3 - 1 Sheffield United (14:00 á morgun)
Hef ekki mikla trú á Sheffield og Chelsea er að rétta úr sér eftir erfiða byrjun. Það er erfitt að vera án Hazard en þeir hljóta að ná tökum á því.

Crystal Palace 2 - 1 Aston Villa (14:00 á morgun)
Aston Villa sýndi gegn Everton að það býr eitthvað í þessu liði og Wesley kemur mjög sterkur inn. En Crystal Palace er með fínt lið. Verður samt mikil barátta

Leicester 2 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Skil ekkert í þessu Bournmouth liði. Stundum frábært og stundum hræðilegt. Held að það verði seinni kosturinn..

Manchester City 4 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Hér er bara spurning um hve stór sigurinn verður. City er á ótrúlegu skriði. Sterling og Aguero skora báðir.

Newcastle 2 - 1 Watford (14:00 á morgun)
Maður getur ekki annað en haldið með Newcastle. Furðulegt lið og furðuleg stefna en stórt hjarta.

West Ham 2 - 2 Norwich (14:00 á morgun)
Hver hefði trúað því að Pukki ætti eftir að verða með markahæstu mönnum í þessari deild. Hann skorar en það dugar ekki.

Burnley 1 - 3 Liverpool (16:30 á morgun)
Liverpool er að spila frábærlega og Burnley hefur ekki alveg fundið taktinn. Held samt að það verði smá spenna í þessu.

Everton 2 - 1 Wolves (13:00 á sunnudag)
Gylfi skorar 60. markið sitt í þessum leik. Everton þarf aðeins lengri tíma til að ná að slípa sig en þetta er að koma.

Arsenal 2 - 3 Tottenham (15:30 á sunnudag)
Tottenham hefur þetta með naumindum. Sigurmarkið kemur í lokin. Sennilega Kane. Alltaf gaman að sjá þessi lið berjast og ekki mikil vinátta.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner