Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Flamengo fyrsta liðið í heiminum til að skora þrettán þúsund mörk
Flamengo er komið með þrettán þúsund mörk
Flamengo er komið með þrettán þúsund mörk
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Flamengo náði sögulegum áfanga í nótt er liðið vann Nova Aguacu, 3-0, í brasilísku deildinni.

Flamengo, sem er 112 ára gamalt félag, fagnaði marki númer tólf þúsund árið 2016 er Marcelo Cirino skoraði fyrir liðið í leik árið 2016 og nú átta árum síðar kom mark númer þrettán þúsund.

Samkvæmt tölfræðisíðu Flamengo er félagið það fyrsta í heiminum til að skora þrettán þúsund mörk.

Árið 2020 skoraði Manchester United tíu þúsundasta markið í sögu félagsins og Real Madrid var með 8442 mörk árið 2017 og Barcelona fagnaði 9000 mörkum árið 2020.

Það er því magnað afrek hjá Flamengo að vera komið með 13 þúsund mörk í sögu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner