Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kimmich eftir tapið gegn Dortmund: Þetta er óskiljanlegt
Mynd: Getty Images
Joshua Kimmich, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, var vonsvikinn með frammistöðu sína og liðsins í 2-0 tapinu gegn Borussia Dortmund í gær.

Karem Adeyemi og Julian Ryerson skoruðu mörk Dortmund í leiknum en hann var spilaður á heimavelli Bayern.

Þetta tap þýðir það að Bayern er þrettán stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen þegar sjö umferðir eru eftir og útlit fyrir að Leverkusen verði meistari þetta árið.

„Ég velti því fyrir mér hvernig við getum boðið upp á svona frammistöðu í leik eins og þessum. Fyrir mér er þetta algerlega óskiljanlegt. Í síðari hálfleik var þetta eins og vináttuleikur og þurfum við leikmennirnir að fara heim og líta aðeins í spegil,“ sagði Kimmich eftir leikinn við Sky.
Athugasemdir
banner
banner