Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 31. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leao óviss með framtíð sína - „Milan er heimili mitt“
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao er óviss með hvað framtíðin ber í skauti sér en segist þó ánægður í Mílanó.

Leao hefur verið einn besti leikmaður ítölsku deildarinnar síðustu ár og átti hann stóran þátt í því er liðið varð meistari árið 2022.

Portúgalinn hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain og fleiri stórlið síðustu mánuði en þau þyrftu þá að vera reiðubúin að greiða allt að 150 milljónir evra til að fá hann.

Leao skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Milan á Fiorentina í gær og talaði þá örstutt um framtíð sína.

„Ég er samningsbundinn Milan. Ég veit ekki hvernig framtíð mín lítur út en Milan er heimili mitt. Þetta félag hefur hjálpað mér að bæta mig og er ég ánægður hér. Ég vil vinna eitthvað mikilvægt hjá Milan,“ sagði Leao við Sky.
Athugasemdir
banner