Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 21:33
Brynjar Ingi Erluson
PSG hafði betur í stórslagnum gegn Marseille
Goncalo Ramos gerði út um leikinn með marki undir lokin
Goncalo Ramos gerði út um leikinn með marki undir lokin
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain er með tólf stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar eftir að liðið vann erkifjendur sína í Marseille, 2-0, á Velodrome-leikvanginum í Marseille í kvöld.

Liðin voru að mætast í 107. sinn og mátti búast við mikilli dramatík í leiknum.

Lucas Beraldo, varnarmaður PSG, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks er hann tók niður Pierre-Emerick Aubameyang niður en Beraldo var aftasti maður og Aubameyang að sleppa í gegn.

Luis Enrique, þjálfari PSG, ákvað að skipta ekki varnarmanni inn á völlinn í stað Beraldo og reyndist það hárrétt ákvörðun.

Vitinha kom PSG í 1-0 eftir gott samspil með Ousmane Dembele en Marseille taldi sig hafa jafnað er skot Jordan Veretout hafnaði í netinu en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Kylian Mbappe var skipt af velli á 65. mínútu leiksins og inn kom Goncalo Ramos en Portúgalinn sá til þess að PSG tæki öll stigin með marki eftir sendingu Marco Asensio og lokatölur því 2-0 fyrir gestunum.

Fimmtugasti sigur PSG á Marseille staðreynd og var þetta þá fyrsta tap Marseille á heimavelli á þessu tímabili. PSG er á toppnu með 62 stig, tólf stigum meira en Brest sem er í öðru sæti. Marseille er hins vegar í 7. sæti með aðeins 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner