Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Saliba: Við getum ekki verið sáttir við að gera jafntefli
Mynd: Getty Images
William Saliba, varnarmaður Arsenal, var ekki nógu hress með að gera markalaust jafntefli við Manchester City á Etihad í kvöld.

Frakkinn var maður leiksins í kvöld en hann varði frábærlega í leiknum og hélt norska framherjanum Erling Braut Haaland algerlega í skefjum.

Saliba var hins vegar ekki sáttur með að gera jafntefli, þó hann hafi verið að spila gegn besta liði heims.

„Við getum ekki verið ánægðir með jafnteflið en það er allt í lagi. Við lærum af þeim leikjum sem við getum ekki unnið. Við þurfum ekki að tapa og gerðum það ekki, þannig við gerðum ágætlega. Við förum héðan með eitt stig en erum ekki sáttir.“

„Þetta er mest þreytandi fyrir hausinn. Við vitum að þetta er besta lið heims þannig við verðum að vera einbeittir allan leikinn. Okkut tókst að koma í veg fyrir að þeir myndu skora en við skoruðum ekki heldur. Við erum ánægðir og sjáum til hvað þetta gerir fyrir okkur.“


Samvinna hans og Gabriel Magalhaes í vörninni hefur verið frábær á þessu tímabili. Þeir hafa myndað eitt sterkasta miðvarðarpar deildarinnar en Saliba vildi einnig hrósa öðrum liðsfélögum sínum fyrir þeirra hlutverk.

„Það er mjög gott. Gabriel hjálpar mér mikið og ekki bara hann heldur allt liðið. Þegar við töpum boltanum þá hlaupa allir til baka í hjálparvörn. Þetta var gott stig og nú er það bara að halda áfram,“ sagði Saliba.
Athugasemdir
banner