Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Stefán kom inn af bekknum og skoraði tvö - Dramatískur sigur í fyrsta deildarleik Óskars
Óskar Hrafn vann fyrsta deildarleik sinn með Haugesund
Óskar Hrafn vann fyrsta deildarleik sinn með Haugesund
Mynd: Haugesund
Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Haugesund unnu dramatískan 2-1 sigur á Odd í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Óskar tók við Haugesund undir lok síðasta árs eftir að hafa stýrt Breiðabliki og Gróttu.

Hann tók ekki við Haugesund fyrr en eftir tímabilið í Noregi og fékk til sín tvo Íslendinga, þá Anton Loga Lúðvíksson og Hlyn Frey Karlsson.

Anton Logi var í byrjunarliði Haugesund í dag er liðið vann magnaðan 2-1 sigur á Odd. Sigurmarkið gerði hinn 18 ára gamli Ismael Seone snemma í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Hlynur Freyr kom inn fyrir Anton Loga undir lok leiksins. Góð byrjun hjá Íslendingunum.

Stefán Ingi Sigurðarson, fyrrum lærisveinn Óskars hjá Blikum, kom inn af bekknum hjá belgíska B-deildarliðinu Patro Eisden og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Lommel.

Stefán hefur skorað sex mörk á þessu tímabili en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 47 stig og í góðum möguleika á að komast upp um deild, en aðeins eitt stig skilur að 2. og 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner