Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Toney: Skiljum ekki hvernig við fórum að þessu
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Ivan Toney var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli Brentford gegn Manchester United í gær en hann á erfitt með að skilja hvernig liðið skoraði aðeins eitt mark í leiknum.

Brentford átti 31 tilraun að marki og skoraði aðeins eitt mark.

Toney skoraði marki sem var dæmt af og kom sér í nokkur úrvalsfæri.

Liðið setti boltann fjórum sinnum í tréverkið en það var eins og boltinn vildi ekki inn.

„Mér líður eins og við höfum tapað stigum. Þegar þú horfir á tölfræðina, þá bara skiljum við ekki hvernig við fórum að því að skora ekki meira en eitt mark. Færið sem ég klúðraði, hittum tréverkið fjórum sinnum, öll færin en það skiptir engu máli ef þú gerir jafntefli.“

„Stjórinn er alltaf að segja við mig að sjá til þess að ég verði ekki latur framherji, halda mér réttstæðum og þá er maður kominn hálfa leið, en ég datt út þarna í hálfa sekúndu og þetta var líka ansi tæpt.“

„Við vorum bara ekki nógu klínískir fyrir framan markið og erum vonsviknir með það,“
sagði Toney.
Athugasemdir
banner
banner
banner