Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 15. júlí 2014 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 11. umferð: Gaman að fá hrós frá andstæðingunum
Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Aron Elís Þrándarson átti frábæran leik.
Aron Elís Þrándarson átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er í annað sinn sem Aron er valinn leikmaður umferðarinnar.
Þetta er í annað sinn sem Aron er valinn leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar réðu ekkert við Aron.
Keflvíkingar réðu ekkert við Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Heilt yfir þá stendur þessi leikur og Valsleikurinn uppúr," sagði Aron Elís Þrándarson besti leikmaður 11. umferðar Pepsi-deildar karla aðspurður hvort þetta hafi verið hans besti leikur í sumar.

Aron Elís skoraði tvö mörk og átti mikinn þátt í þriðja marki Víkings í 3-1 sigri á Keflavík í gærkvöldi.

Gaman að fá hrós frá andstæðingunum
,,Ég byrjaði leikinn ekkert alltof vel og við vorum í ströggli til að byrja með. Síðan þegar leið á leikinn þá fór ég að finna mig betur í leiknum," sagði Aron Elís.

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga nefndi það í viðtölum eftir leik að leikmenn hans hafi ekki átt séns í Aron Elís.

,,Það er gaman að fá hrós frá þjálfurum andstæðingana. Ég fékk óvenju mikinn tíma á boltanum í leiknum í gær og sérstaklega þegar fór að líða á leikinn og þeir fóru að sækja þá opnaðist mikið á miðjunni og það var mjög þægilegt fyrir mig."

Okkur allir færir vegir
Víkingar eru í 3. - 4. sæti deildarinnar með 19 stig jafn mörg stig og KR. Með sigrinum í gær fóru Víkingar uppfyrir Keflavík í deildinni.

,,Við vissum fyrir leikinn að ef við myndum vinna leikinn þá værum við komnir í toppbaráttu. Núna eru hinsvegar tveir erfiðir leikir framundan gegn Fjölni og Fram það verður gaman að sjá hvað við náum að gera í þeim leikjum. Það eru okkur allir vegir færir í toppbaráttunni ef við spilum eins og menn."

Aron Elís segir að það hafi líklega fáir trúað því fyrir mót að eftir fyrri umferðina væri Víkingur og KR með jafn mörg stig í deildinni.

,,Þeir hafa verið að ströggla og það verður að taka það inn í myndina. Við erum hinsvegar búnir að standa okkur mjög vel. 19 stig eftir fyrri umferðina er mjög gott fyrir nýliða í deildinni," sagði Aron Elís sem segist vera í fínu standi eftir að hafa verið að glíma við meiðsli á síðasta sumri og missti af leikjum í byrjun móts.

Meiri harka í 1.deildinni
,,Standið á mér verður bara betra með hverjum leiknum. Skrokkurinn er í góðu lagi og formið verður betra og betra. Það er því allt á réttri leið," sagði Aron sem segir að það sé mikill munur á að leika í Pepsi - deildinni miðað við 1.deildina.

,,Það eru auðvitað töluvert betri leikmenn í Pepsi-deildinni, það gefur auga leið. Það er kannski meiri harka í 1.deildinni og menn fara þetta meira á kraftinum þar. Það er augljóslega miklu skemmtilegra að spila í efstu deild."

Aron Elís hefur mikið verið í umræðunni á þessu tímabili. Hann segist halda ró sinni og fari ekkert framúr sér þrátt fyrir góða spilamennsku í nokkrum leikjum. Hann segir það ekkert leyndarmál að hann stefni út í atvinnumennsku eftir þetta tímabil.

,,Stefnan er að fara út eftir tímabilið og eins og ég sagði í viðtölum eftir leik í gær þá er ég ekki með neitt í höndunum þessa stundina. Eins og er þá er ég að einbeita mér að Víking og reyni að gera vel með þeim og síðan sjáum við hvað gerist."

Hefur lúmskt gaman af Haukalaginu
Að lokum spurðum við hann út í leyndarmál sem hann opinberaði í Hinni hliðinni á Fótbolta.net í gær. Þar sagðist hann hafa lúmskt gaman að stuðningsmannalagi Hauka í handbolta.

,,Mér finnst þetta flott lag og það kemur fyrir að ég hlusti á þetta lag mér til skemmtunar. Ég sé að Björn Daníel og fleiri á Twitter hafa gaman af þessu lagi, svo ég er ekki einn um það. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta. Ég er ekkert endilega að hlusta á þetta lag til að peppa mig fyrir leiki," sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður 11. umferðar Pepsi-deildar karla.

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner