Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mán 14. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með Víking R. í Pepsi-deildinni.

Aron Elís er uppalinn í Víking og hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum í sumar, í deild og bikar.

Fullt nafn: Aron Elís Þrándarson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Ekkert gælunafn svo sem en það er frekar pirrandi þegar menn taka upp á því að kalla mig Aron Elías

Aldur: 19

Giftur/sambúð: Nei

Börn: Nei

Kvöldmatur í gær: Grillað lamb

Uppáhalds matsölustaður: Local

Hvernig bíl áttu: Hyundai i10

Besti sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds hljómsveit: Engin ein uppáhalds í augnablikinu

Uppáhalds skemmtistaður: B5

Frægasti vinur þinn á Facebook: Ingó Veðurguð

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Komdu niðrí vík að horfa á leikinn frá Viktori Jónssyni

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Ég hendi mér aldrei niður

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Grindavík

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Viktor Fischer leikmaður Ajax

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þórður Birgisson er helvíti leiðinlegur

Sætasti sigurinn: Á móti Þrótturum í lokaleiknum í 1.deildinni í fyrra, að vera uppí stúku gerði þetta enn meira spennandi.

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki upp úr milliriðli með u19 landsliðinu, svekkjandi tap gegn Georgíu varð þess valdandi.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ólaf Karl Finsen

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Peppa þessa hlaupabraut í kringum Laugardalsvöll burt

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Albert Guðmundsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Sigurður Hrannar Björnsson einnig þekktur sem Kringludiddi

Fallegasta knattspyrnukonan: Dóra María

Besti íþróttalýsandinn: G. Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Þeir eru nokkrir, Dofri Snorrason að koma sterkur inn

Uppáhalds staður á Íslandi: Mér líður alltaf vel í víkinni

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hef afrekað það að vera rekinn útaf í 7 manna bolta en það gerðist í undanúrslitunum á N1 mótinu á Akureyri. Ég fékk rautt fyrir að hrauna yfir Jóhannes Valgeirsson sem var þá að dæma í efstu deild á Íslandi. Hann var ekki að dæma vel og ég ákvað að láta hann vita.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára

Besta við að æfa fótbolta: Sigurtilfinningin

Hvenær vaknarðu á daginn: Um 10 leytið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Eitthvað lítið, handbolta þá aðallega

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Ísland- Króatía

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslan í u21 landsliðinu var mjög óþægileg

Skilaboð til Lars Lagerback: Þú ert maðurinn

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Hef lúmskt gaman að stuðningsmannalagi Hauka í handbolta

Athugasemdir
banner
banner