Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
   lau 30. september 2023 14:11
Elvar Geir Magnússon
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Páll Kristjánsson, formaður KR.
Mynd: KR
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson verður ekki þjálfari KR á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í gær. Það var ákvörðun knattspyrnudeildar félagsins að framlengja ekki samninginn við Rúnar.

Fótbolti.net spurði Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, út í þessa ákvörðun.

„Það lá ljóst fyrir að hann væri að renna út á samningi. Hann hefur verið hjá okkur í sex ár. Eftir heildarmat á stöðunni var það okkur skoðun að það þyrfti að hrista upp í hlutunum og fá eitthvað nýtt inn, í rauninni prófa nýja hluti," segir Páll.

„Rúnar hefur skilað frábæru starfi á sex ára tímabili, árangurinn í ár vissulega undir væntingum og líka í fyrra. Við töldum nauðsynlegt að skoða þetta upp á nýtt og taka þessa ákvörðun."

„Rúnar hefur verið andlit félagsins út á við og skilað frábæru starfi hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Það er stór hópur sem fylgir honum og það eru skiptar skoðanir. Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég vil sérstaklega taka það fram að það er ekki verið að reka Rúnar Kristinsson, það er tekin sú ákvörðun að endurnýja ekki samning. Það er ekki einhliða ákvörðun að endurnýja samning. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Ég held að hún sé rétt. Hún er erfið en ég held að hún sé rétt."

Hvernig tók Rúnar því þega honum var tilkynnt að ákveðið væri að fara ekki í viðræður um nýjan samning?

„Rúnar er heiðursmaður og á allt gott skilið. Hann hefur fengið 100% stuðning minn og stjórnarinnar í gegnum árin. Auðvitað er þetta högg í magann, það er verið að segja við menn að það er verið að gera breytingar og aðilar að missa starfið sitt. Hann tók þessu eins og herramaður og það var sameiginleg ákvörðun að hann myndi klára tímabilið. Þetta er auðvitað erfitt og það fyrir alla aðila," segir Páll.

Það verða talsvert miklar breytingar á þjálfarateyminu en Kristján Finnbogason aðstoðarmaður Rúnars og markvarðaþjálfari mun stíga til hliðar. Er KR byrjað í leit að arftaka Rúnars?

„Sú vinna er farin af stað en við ætlum að flýta okkur hægt. Tímabilið er ekki búið og Rúnar er enn í starfi. Ég held að þetta sé eftirsóknarvert starf og ég held að sá sem taki við muni taka við skemmtilegu búi. Það er búið að yngja upp í liðinu, þessi kynslóðaskipti sem hefur verið talað um hefur átt sér stað og Rúnar hefur leitt þá vinnu."

Í viðtalinu sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan ræðir Páll nánar um stöðu mála hjá KR og þær breytingar sem eru í vændum. Einnig er talað um aðstöðumál félagsins.

   30.09.2023 10:05
Tíu sem gætu tekið við KR af Rúnari

Á Man Utd að reka Erik ten Hag?
Athugasemdir
banner