Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 26. apríl 2016 14:52
Elvar Geir Magnússon
Bayern staðfestir viðræður um kaup á Hummels
Hummels er 27 ára.
Hummels er 27 ára.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur staðfest að félagið hafi rætt við þýska landsliðsvarnarmanninn Mats Hummels hjá Borussia Dortmund.

Þetta eru vondar fréttir fyrir félög á borð við Manchester United sem höfðu áhuga á að fá Hummels.

Algengt er að Bayern hirði öfluga leikmenn frá Dortmund; menn á borð við Mario Götze og Robert Lewandowski.

Bæjarar ætla að bæta við sig miðverði í sumar en það hefur verið vandræðastaða hjá Þýskalandsmeisturunum.

„Þetta eru viðræður við tvo aðila; leikmanninn og félag hans. Ég get ekki farið nánar út í hvernig málin standa," segir Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

Bayern heimsækir Atletico Madrid á morgun í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner