Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 01. desember 2017 17:20
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Nígeríu: Ísland með mjög gott lið og bestu stuðningsmenn Evrópu
Rohr var hress og kátur þegar dregið var í dag.
Rohr var hress og kátur þegar dregið var í dag.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr, landsliðsþjálfari Nígeríu, tjáði sig stuttlega um íslenska landsliðið eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag.

Ísland og Nígería mætast í D-riðli en liðin eigast við í Volgograd föstudaginn 22. júní.

„Við mætum mjög góðu liði frá Norður-Evrópu. Það er ekki auðvelt að mæta því," sagði hinn þýski Rohr eftir dráttinn.

„Ísland er mjög gott lið og líkamlega sterkt. Stuðningsmennirnir eru síðan þeir bestu í Evrópu. Við munum eftir þeim síðan á Evrópumótinu."

„Þetta verður áhugaverður riðill. Ég held að lokaleikurinn gegn Argentínu verði úrslitaleikur fyrir okkur til að komast áfram."





Athugasemdir
banner
banner