Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   lau 09. júní 2018 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kluivert fer gegn ráðum föður síns
Justin Kluivert.
Justin Kluivert.
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Justin Kluivert er við það að ganga í raðir ítalska félagsins Roma fyrir 18 milljónir evra.

Kluivert, sem er 19 ára, skoraði 10 mörk og lagði upp fimm með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur vakið áhuga stærstu félaga Evrópu og hefur m.a. verið mikið orðaður við Manchester United. Þó virðist hann hafa valið Roma.

Eins og nafnið gefur til kynna er Justin sonur Patrick Kluivert, fyrrum leikmanns Barcelona og fleiri liða. Patrick staðfestir að sonur sinn sé á förum frá Ajax þrátt fyrir að hafa fengið ráð frá sér um annað.

„Ég sagði við hann að það væri kannski betra fyrir hann að vera eitt ár í viðbót hjá Ajax," sagði Kluivert að því er kemur frá á ESPN.

„Hann er 19 ára en tekur sínar eigin ákvarðanir og sem faðir hans, þá verð ég að standa með honum og þeim ákvörðunum sem hann tekur."

„Það lítur út fyrir að hann sé að yfirgefa Ajax, það eru 90 prósent líkur á að það gerist."

Í síðasta mánuði gagnrýndi Justin Ajax harðlega og eftir það lá ljóst fyrir að hann væri á förum. Næsti áfangastaður hans verður líklega ítalska höfuðborgin Róm.

Roma endaði í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu og komst þar að auki í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner