Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 24. október 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Elí og Aron Dagur munu fá tækifæri hjá Óla Stefáni
Aron Elí Gíslason.
Aron Elí Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Aron Dagur Birnuson.
Aron Dagur Birnuson.
Mynd: Hafþór-640.is
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski markvörðurinn Christian Martínez er búinn að yfirgefa KA. Vefsíðan 433 greindi fyrst frá þessu á mánudag en Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, gat staðfest þetta í samtali við Fótbolta.net í dag, miðvikudag.

Spænski markvörðurinn var eitt tímabil hjá KA eftir að hafa komið frá Víkingi Ólafsvík. Meiðsli gerðu það að verkum að Martínez spilaði bara tólf leiki í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn tvítugi Aron Elí Gíslason lék tíu leiki með KA í sumar og stóð sig vel. Óli Stefán stefnir á að gefa honum og Aroni Degi Birnusyni, sem var í láni hjá Völsungi í sumar, traustið.

„Við erum með tvo unga landsliðsmarkverði. Það sem við ætlum að gera er að skoða stöðuna á þeim og gefa þeim tækifæri, sjá hvort þeir standist það. Það er pælingin hjá okkur núna," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net.

Þeir munu fá traustið í vetur að minnsta kosti og það er undir þeim komið að þakka fyrir það.

„Aron Elí stóð sig mjög vel í sumar og Aron Dagur var valinn besti leikmaður hjá Völsungi, hann stóð sig gríðarlega vel. Við erum ekki á flæðiskeri staddir með þetta. Það er okkar skylda að gefa þeim tækifæri."

„Það er þeirra að keppast um þetta. Þetta sýnir styrk KA í uppeldi, að skila upp svona öflugum markvörðum."

Fengið nákvæmar skýrslur
Leikmannamál KA eru nokkuð farin að skýrast. Elfar Árni Aðalsteinsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifuðu undir nýja samninga en Aleksandar Trninic , Milan Joksimovic, Vladimir Tufegdzic og Guðmann Þórisson eru farnir.

Enn á eftir að skýrast hvort Archie Nkumu verði áfram og þá á einnig eftir að koma í ljós hvort einhverjir leikmenn bætist við hópinn, sem er mjög líklegt að gerist.

„Það er enn í skoðun (hvort Archie verði áfram). Línur eru að skýrast."

Óli á enn eftir að fara norður en hann gerir það í byrjun nóvember.

„Ég er spenntur að koma og skoða þessa frábæru ungu stráka sem KA á, hvort þeir séu klárir. Maður verður að meta hvort þeir séu tilbúnir. Ég hlakka til að sjá það."

„Ég er búinn að tala við nokkuð marga leikmenn en ég hef ekki enn farið norður, ég fer núna 6. nóvember og þá hitti ég alla. Ég er búinn að fá skýrslur, nákvæmar skýrslur um alla leikmenn frá fleiri en einum aðila. Svo kem ég núna og byrja að vinna með þeim, mynda mína eigin skoðun."

„Við erum með ákveðna vinnu í gangi varðandi liðsstyrk, hvað við teljum að þurfi pottþétt að styrkja. Við erum ánægðir með hvert það ferli er komið. Það mun koma í ljós á næstu vikum eða mánuði hvernig það stendur. Þá verð ég kominn með rosalega góðan hóp til að byrja með. Maður veit svo aldrei hvað gerist þegar líður á, en ég tel að við séum á góðum stað til að byrja þessa vinnu með hópinn."

„Svona fótboltanörd"
Sveinn Þór Steingrímsson var ráðinn aðstoðarþjálfari KA í síðustu viku. Hann var þjálfari Dalvíkur/Reynis á nýliðnu sumri og kom liðinu upp í 2. deild.

Óli Stefán og Sveinn spiluðu saman með meistaraflokki Grindavíkur frá 2003 til 2005 og þekkjast því nokkuð vel.

„Ég þekki Svein af góðu einu. Hann er afbragsþjálfari og náði frábærum árangri með Dalvík/Reyni í sumar. Hann er íþróttafræðingur að mennt og fullur af áhuga, hann er svona fótboltanörd."

„Ég þekki bakgrunninn hans vel, veit að þetta er ofboðsega flottur og gegnumheill náungi. Það er mjög gott að fá hann með í þessa vinnu," sagði Óli Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner