Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
   þri 27. nóvember 2018 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Elmar í KR-treyjunni: Það eru einhverjar viðræður í gangi
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Theodór Elmar Bjarnason á vellinum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Theodór Elmar Bjarnason var mættur í KR-búninginn í kvöld en það eru fjórtán ár síðan hann spilaði síðast með liðinu. Hann spilaði 75 mínútur er KR vann Stjörnuna og tryggði sig í úrslitaleikinn.

Elmar lék á miðjunni og gerði vel en hann var sjálfur í skýjunum með að fá að spila og útilokaði það ekki að semja við KR næsta sumar.

„Þetta er skemmtilegt. Þakka þeim auðvitað fyrir að leyfa mér að vera með og halda mér í formi og svo sjáum við hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Elmar við Fótbolta.net.

„Það er alveg pæling og það eru einhverjar viðræður. Við erum að þreifa á hvorum öðrum og það er ekkert útilokað að það gerist. Ég er alltaf spenntur fyrir því að klára ferilinn heima en það er kannski fullsnemmt."

„Þeir vilja samt sjá titil og ég vil vinna titil á ferlinum og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ég komi. Ég er með nokkur tilboð í hendi og er að vega og meta alla pakka. Það spilar inn í ýmislegt tildæmis hvað er best fyrir fjölskylduna og fjárhagur og annað."


Elmar er með nokkur tilboð á borðinu frá félögum í Tyrklandi, Grikklandi og Kýpur en hann ætlar að fara vandlega yfir málin á næstu dögum.

„Þegar ég er með allt á borðinu get ég tekið bestu ákvörðunina. Það eru flest tilboð frá Tyrklandi og svo frá Grikklandi og Kýpur en ég bíð og sé hvað gerist. Það er frábært að vera í Tyrklandi en pirrandi hvernig fór fyrir klúbbnum á þessari leiktíð. Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta því ég kynntist fullt af frábæru fólki og fékk að upplifa nýjan kúltur og það var skemmtileg upplifun."

Honum fannst það vera öðruvísi upplifun að spila í Kórnum enda ekki vanur að spila á slíku undirlagi.

„Ég var kominn með krampa í endann og þetta er ekki alveg undirlag sem ég er vanur að spila á. Það er skemmtilegt að koma aftur í vesturbæinn, þetta var mikið tempó og fínt tempó miðað við að það sé nóvember," sagði hann í lokin.

Ekki er útilokað að Elmar spili með KR í næstu leikjum en hann vonast sjálfur til þess að spila með liðinu í úrslitaleiknum í Bose-mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner