Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 13. janúar 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Ráðist á bræður Rashford og Alexander-Arnold og þeir rændir
Rashford og Alexander-Arnold á landsliðsæfingu.
Rashford og Alexander-Arnold á landsliðsæfingu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því að bræður Trent Alexander-Arnold, bakvarðar Liverpool, og Marcus Rashford, sóknarmanns Manchester United, hafi verið rændir er þeir ætluðu að fá sér morgunverð í gær, laugardag.

Dane, bróðir Rashford, og Tyler Alexander-Arnold eru vinir en þeir fóru saman út að borða í Manchester. Árásarmenn réðust að þeim á veitingastaðnum The Little Rock.

Árásarmennirnir tóku úr og veski, ásamt því að ræna Range Rover bifreið sem Tyler Alexander-Arnold var að keyra. Búið er að finna Range Rover bifreiðina.

Vinirnir tveir voru fluttir á spítala ásamt ónefndum þriðja vin. Í grein Daily Mail segir að árásarmennirnir hafi gengið í skrokk á vinunum, en sagt er að þeir hafi verið vopnaðir haglabyssu, sveðju og hafnaboltakylfu.

„Sem betur fer verður allt í lagi með alla. Þeir voru óttaslegnir þar sem mennirnir voru með byssu. Þeir höfðu aðeins stoppað í stutta stund til að fá sér mat. Þú myndir kannski búast við þessu um miðja nótt, en ekki um hábjartan dag," sagði heimildarmaður Daily Mail.

Þrímenningarnir ætluðu að fara á leik Brighton og Liverpool um kvöldið en ákváðu að stoppa á veitingastaðnum. Líklegt er að árásarmennirnir hafi séð Ranger Rover bifreiðina, elt hana og ráðist síðan til athlögu á veitingastaðnum.

Lögregla hefur handtekið sex aðila á aldrinum 17 til 58 ára. Rannsókn er í fullum gangi.
Athugasemdir
banner
banner