Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 24. janúar 2019 11:36
Magnús Már Einarsson
James Mack á leið í Víking - Líklegt að Þórður Inga semji
James Mack er á leið í Víking.
James Mack er á leið í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. er að ganga frá samningi við kantmanninn James Mack sem spilaði með Vestra á síðasta tímabili. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Mack hefur æft með Víkingi að undanförnu og Arnar vonast til að samningar við hann klárist í dag.

Mack skoraði sex mörk í tuttugu leikjum með Vestra í 2. deildinni síðastliðið sumar. Hann spilaði áður með Selfyssingum í Inkasso-deildinni árin 2016 og 2017 þar sem hann skoraði þrettán mörk í 44 leikjum.

Þá hefur Mack einnig leikið tvo leiki með landsliði Jómfrúeyja.

Eins og Fótbolti.net greindi frá um helgina þá hefur markvörðurinn Þórður Ingason æft með Víkingi undanfarið. Þórður, sem hefur lengst á ferlinum spilað með Fjölni, gæti gengið í raðir Víkings á næstunni.

„Hann er að æfa hjá okkur og það er gagnkvæmur áhugi á að semja svo við náum vonandi að klára það fljótlega," sagði Arnar.

Víkingur var einnig með danskan miðjumann á reynslu fyrr í mánuðinum en ekki er ljóst hvort samið verði við hann eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner