Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   mið 08. maí 2024 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Sneri til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Mynd: Valur
„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til baka og frábært að hafa fengið nokkrar mínútur," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir sigur í Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind var í kvöld að spila sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún samdi nýverið við Val og ætlar að spila með Hlíðarendafélaginu í sumar.

„Ég ætla fyrst og fremst að vinna báða titlana með liðinu. Auðvitað vil ég skora fullt af mörkum og þannig, en ég verð líka að vera raunsær. Ég er að koma til baka eftir barneign og það tekur smá tíma. Það er ekkert grín að koma til baka eftir barnsburð. Það er ógeðslega erfitt en það er gott að maður er með klikkaðan haus í þetta."

„Fyrst og fremst ætla ég að reyna að komast í frábært stand og svo vonandi hringir Steini (landsliðsþjálfari)."

Valdi Val fram yfir Breiðablik
Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum. Breiðablik reyndi líka að fá hana en hún valdi að fara í Val frekar.

„Það voru fleiri félög hérlendis og erlendis (sem sýndu áhuga) en ég átti frábæran fund með Pétri og Öddu (þjálfurum Vals) og var gríðarlega spennt fyrir þessu skrefi," segir Berglind.

„Ég var í samskiptum við Breiðablik en Valur sýndi töluvert meiri áhuga. Ég er virkilega ánægð með þetta skref."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Berglind ræðir nánar um endurkomuna á völlinn.
Athugasemdir
banner