Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mið 08. maí 2024 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Sneri til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Mynd: Valur
„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til baka og frábært að hafa fengið nokkrar mínútur," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir sigur í Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind var í kvöld að spila sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún samdi nýverið við Val og ætlar að spila með Hlíðarendafélaginu í sumar.

„Ég ætla fyrst og fremst að vinna báða titlana með liðinu. Auðvitað vil ég skora fullt af mörkum og þannig, en ég verð líka að vera raunsær. Ég er að koma til baka eftir barneign og það tekur smá tíma. Það er ekkert grín að koma til baka eftir barnsburð. Það er ógeðslega erfitt en það er gott að maður er með klikkaðan haus í þetta."

„Fyrst og fremst ætla ég að reyna að komast í frábært stand og svo vonandi hringir Steini (landsliðsþjálfari)."

Valdi Val fram yfir Breiðablik
Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum. Breiðablik reyndi líka að fá hana en hún valdi að fara í Val frekar.

„Það voru fleiri félög hérlendis og erlendis (sem sýndu áhuga) en ég átti frábæran fund með Pétri og Öddu (þjálfurum Vals) og var gríðarlega spennt fyrir þessu skrefi," segir Berglind.

„Ég var í samskiptum við Breiðablik en Valur sýndi töluvert meiri áhuga. Ég er virkilega ánægð með þetta skref."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Berglind ræðir nánar um endurkomuna á völlinn.
Athugasemdir
banner