Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 08. maí 2024 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Kvenaboltinn
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Heiða Ragney fagnar hér marki ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Í leik með Stjörnunni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sterkur sigur og það er stígandi í hverjum leik hjá okkur. Við erum ánægðar með úrslitin," sagði Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, eftir 5-1 sigur gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

Breiðablik var með mikla yfirburði í leiknum og sigurinn var rosalega sanngjarn.

„Allavega í fyrri hálfleiknum, þá vorum við að yfirspila þær og svoleiðis. Mér fannst þær þétta raðirnar í seinni hálfleik og þá var erfiðara að brjótast í gegnum það. Þetta var heilt yfir flottur leikur," segir Heiða.

Frekar skrítið
Hún segir að það hafi verið frekar skrítið að spila á móti Stjörnunni, liðinu sem hún spilaði með frá 2020 til 2023.

„Mér leið alveg smá illa fyrir leikinn, var alveg með smá í maganum. Þetta eru allt frábærar stelpur og það var engin reiði með það að ég hafi skipt. Þetta var allt í lagi."

„Ég átti þvílíkt góð ár í Stjörnunni. Það var mjög erfitt að skipta. Það eru enn sterkar tilfinningar en svo verður maður bara að aðlagast nýju. Við erum að standa okkur vel hérna og við verðum að halda áfram."

Hún hugsaði sig vel og vandlega um áður en hún fór frá Stjörnunni í Breiðablik, en það er ekki ákvörðunin sem hún sér eftir í dag.

„Þetta var ógeðslega erfið ákvörðun og ég tók hana mjög seint. Ég skrifaði undir í enda janúar en ég var samningslaus frá því í október. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir og þá aðallega því æfingarnar voru rosalega erfiðar. Ég kom ekki inn í nógu góðu formi og veturinn var ógeðslega erfiður. Það er gott að sumarið er komið og þú sérð á liðinu að við erum í ógeðslega góðu formi. Það er gott að við erum að uppskera núna."

„Ég er hrifin af þjálfarateyminu og þau voru búin að gera flotta hluti með Þrótt. Svo var þetta bara flott verkefni. Mér vantaði smá breytingu eftir að hafa verið í þrjú ár í Stjörnunni. Mér fannst þau ekki taka skref fram á við með hópinn og ég var ekki alveg sátt með það. Ég er að verða 29 ára og ég þarf að gera þetta af alvöru fyrir mig. Ég þurfti meiri áskorun," segir Heiða en Breiðablik er núna á toppnum með fullt hús stiga.

„Ég verð bara að standa með minni ákvörðun og ég er bara sátt. Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt sumar. Við erum með þvílíkt breiðan hóp. Við sjáum Olla og Katrínu koma inn á í dag sem er bara fáránlegt. Ég er mjög spennt fyrir þessu sumri og vona að við höldum áfram að vaxa."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner