Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 08. maí 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er sú að við brugðumst allavega við í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var afleitur, sérstaklega byrjunin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-1 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Stjarnan

„Þetta er framhald af hinum þremur leikjunum. Sendingaleikurinn okkar er mjög slakur, uppspilið er mjög slakt. Þegar við komumst í sókn erum við of langt frá senternum og hún fær litla hjálp. Varnarlega vorum við að gera vitleysur og við vorum ekki að þora að gera hlutina. Við náðum að laga það í hálfleik og við gerðum allavega eitthvað í málunum."

„Ég bíð bara eftir að geta séð þetta fyrsta mark, hvernig hún stóð svona lengi alein á milli tveggja hafsenta. Það er með ólíkindum hvernig þetta gerðist. Svo vorum við bara að gefa þeim mörk. Við vorum of mikið að gefa andstæðingnum boltann og þannig er það búið að vera í fyrstu fjórum leikjunum. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna enn meira í."

„Ég held að við séum öll svekkt. Þetta var ekki eðlileg innkoma í leik hjá liði. Langt því frá," sagði Kristján en Stjarnan var 2-0 undir eftir tæpar fjórar mínútur. „Ég ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur. Þetta var eitt einstakt atvik í kvöld."

Það eru miklar breytingar á Stjörnuliðinu milli ára og margir lykilmenn frá síðasta tímabili hafa horfið á braut. Það er uppbygging í gangi í Garðabænum.

„Það eru níu leikmenn sem tóku flestar mínútur í fyrra ekki með okkur núna af mismunandi ástæðum. Það er töluvert mikið. Við höfum ekki fyllt hópinn af tilbúnum leikmönnum eins og kannski önnur lið, höfum sótt nokkrar og svo tekið úr yngri flokkum. Við erum að setja þetta saman en við sjáum á liðinu í fyrstu leikjunum að við erum ekki tilbúin. Það þarf að halda áfram að vinna í því."

Kristján hefur trú á því að hlutirnir geti breyst til hins betra á næstunni en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner