Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 08. maí 2024 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta virkilega svekkjandi tap en mér fannst frammistaðan mjög góð og sterk hjá liðinu svo já þetta er mjög svekkjandi. “ Sagði Kristrún Ýr Hólm fyrirliði Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Val á HS-Orkuvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.

Keflavík gerði nokkrar taktískar breytingar á liði sínu frá fyrri leikjum fyrir leikinn í kvöld. Tilfærslur á stöðum og sem dæmi var Kristrún í hlutverki djúps miðvallarleikmanns. Þessar tilfærslur virtust virka nokkuð vel og var liðið afar vel spilandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

„Þetta var að virka og ég skemmti mér vel að spila þennan leik. Þó svo að hann hafi farið eins og hann fór þá fannst mér planið gott og mér fannst það ganga upp. Það var bara kafli einhverjar tíu mínútur þar sem við missum fókus og okkur er refsað.“

Úrslitin þýða að lið Keflavíkur er enn stigalaust á botni deildarinnar að loknum fjórum umferðum. En Kristrún segist þó sjá jákvæð teikn og stíganda í leik liðsins.

„Já mér finnst það. Mér finnst frammistaðan þrátt fyrir að við séum búnar að vera tapa leikjum hafa verið góð og eitthvað sem við getum teki áfram í næstu leiki. Það er svo lítið sem við þurfum að laga það er bara að halda fókus og við verðum búnar að laga það fyrir næsta leik.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan
Athugasemdir