Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Titlalaust tímabil hjá Bayern í fyrsta sinn í tólf ár
Mynd: EPA
Tap Bayern München gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þýðir það að liðið fer titlalaust í gegnum tímabil í fyrsta sinn síðan 2012.

Real Madrid átti svakalega endurkomu gegn Bayern á Santiago Bernabeu í kvöld og komst samanlagt áfram, 4-3.

Bayern er því dottið úr leik í Meistaradeildinni og er því formlega úr leik í öllum keppnum á tímabilinu.

Það datt úr leik í þýska bikarnum óvænt á síðasta ári og þá eru nokkrar vikur síðan Bayer Leverkusen varð þýskur deildarmeistari.

Síðast gerðist þetta tímabilið 2011-2012 en þá tapaði liðið deildinni og bikarnum gegn Borussia Dortmund. Þá datt liðið einnig úr leik í undanúrslitum gegn Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner