Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 23. febrúar 2019 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: Mikael kom inn á í jafntefli hjá Excelsior
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Excelsior sótti í dag Utrecht heim í hollensku Eredivisie.

Heimamenn voru talsvert sókndjarfari í leiknum en allt kom fyrir ekki því ekkert mark leit dagsins ljós í leiknum. Á 80. mínútu kom Mikael Anderson inn á hjá gestunum en Elías Már Ómarsson sat allan tímann á bekknum.

Excelsior er sjö stigum á eftir Utrecht í deildinni. Utrecht situr í sjöunda- og síðasta umspilssætinu en spilað er um það hvaða lið fær evrópusæti.

Excelsior er einungis tveimur stigum fyrir ofan umspilssæti um það hvaða lið falla en ef úrslitin falla mjög á móti Excelsior í þessari umferð er liðið komið í slæm mál í fallbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner