Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 01. apríl 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ársreikningur Everton ekki fallegur
Moshiri
Moshiri
Mynd: EPA
Verið að reisa nýjan leikvang.
Verið að reisa nýjan leikvang.
Mynd: Getty Images
Everton birti í gær ársreikninga sína fyrir síðasta tímabil, 2022/23. Þar sést að tapreksturinn er mikill, tapið rétt tæplega tvöfalt frá tímabilinu á undan.

Tapið á síðasta tímabili var 89,1 milljón punda og 44,7 milljónir punda tímabilið á undan.

Félagið segir að ótímabundin stöðvun á styrktarsamningum útskýri hluta tapsins. Í reikningunum segir einnig að félagið er að leggja talsvert í nýjan leikvang.

Everton er í brasi vegna fjármalareglna í úrvalsdeildinni og voru dregin sex stig af liðinu. Everton er sem stendur þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Lítið hefur gengið inn á vellinum síðustu mánuði en liðið vann síðast í deildinni þann 16. desember.

Meirihluta eigandi félagsins, Farhad Moshiri, bað stuðningsmenn félagsins að sýna þolinmæði. Hann er búinn að samþykkja að selja Everton til 777 Partners en eigendaskiptin hafa tekið langan tíma að ganga í gegn. Aðilar eru vongóðir að 777 Partners muni formlega eignast meirihlutann í Everton fyrir sumarið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner