Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 18:35
Sölvi Haraldsson
Gylfi Þór byrjar - Oliver Ekroth snýr til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 19:30 hefst úrslitaleikur meistarar meistaranna í karlaflokki á Víkingsvelli milli Víkings R. og Vals. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús en það eru stórtíðindi þaðan úr herbúðum Vals.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stillir upp feykisterku byrjunarliði í kvöld. Það sem er jákvætt fyrir Víkinga er að sjá að Oliver Ekroth byrjar leikinn í kvöld en hann hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið. En til að mynda eru Ari Sigurpálsson, Nikolaj Hansen og Viktor Örlygur Andrason á bekknum hjá Víkingum sem gætu haft áhfrif á leikinn með sinni innkomu.

Það sem vekur hins vegar mjög mikla athygli er að Gylfi Þór Sigurðsson byrjar leikinn í kvöld fyrir Val. Þetta er hans fyrsti byrjunarliðsleikur eftir heimkomu hans til Vals.

Leikurinn byrjar klukkan 19:30 og er í beinni textalýsingu hjá okkur ásamt því er hann í beinni útsendingu á RÚV.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner