Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn fékk heimskulegt rautt í fyrri hálfleik - Orri kom ekki við sögu í erkifjendaslagnum
Kolbeinn með landsliðinu í janúar.
Kolbeinn með landsliðinu í janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri og Rúnar Alex horfðu á FCK tapa gegn Bröndby.
Orri og Rúnar Alex horfðu á FCK tapa gegn Bröndby.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var nokkrum leikjum að ljúka í Skandinavíu rétt í þessu, fimm Íslendingalið voru í eldlínunni.

Í Danmörku mættust FC Kaupmannahöfn í erkifjendaslag á Parken. Þeir Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson voru á bekknum hjá FCK og komu ekki við sögu í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Bröndby þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Bröndby er sem stendur á toppi deildarinnar en Midtjylland getur endurheimt toppsætið með sigri gegn Nordsjælland í leik sem er farinn af stað. Meistararnir í FCK eru nú fimm stigum á eftir Bröndby þegar níu umferðir eru eftir af úrslitakeppninni.

Í C-deildinni er Esbjerg á hraðri leið upp í B-deildina. Liðið sigraði Brabrand í dag og er með fimmtán stiga forskot á toppnum þegar ellefu umferðir eru eftir. Ísak Óli Ólafsson er á mála hjá Esbjerg en hann var ekki í leikmannahópnum í dag. Ísak er nálægt því að ganga í raðir FH í Bestu deildinni.

Í Svíþjóð töpuðu Íslendingaliðin Halmstad og Gautaborg bæði með þremur mörkum í fyrstu umferð deildarinnar. Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar en fékk tvö gul spjöld gegn Djurgården og þar með rautt í fyrri hálfleik. Kolbeinn fékk fyrra spjaldið á 17. mínútu og svo seinna spjaldið tíu mínútum seinna. Lokatölur urðu 1-4 fyrir gestunum í Djurgården. Adam Ingi Benediktsson var ekki í leikmannahópi Gautaborgar.

Birnir Snær Ingason var í byrjunarliði Halmstad sem heimsótti Sirius og lék Birnir allan leikinn. Sirius var með talsverða yfirburði í leiknum og urðu lokatölur 3-0 heimamönnum í vil. Gísli Eyjólfsson glímir við meiðsli og var því ekki með Halmstad í leiknum.

Í Noregi var Júlíus Magnússon í byrjunarliði Fredrikstad og lék allan leikinn þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli gegn Bodö/Glimt.

Seinna gula á Kolbein:

Athugasemdir
banner
banner
banner