Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mán 01. apríl 2024 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa og Stefan byrja á sigri - Valgeir lék allan leikinn
Túfa
Túfa
Mynd: Aðsent
Sænska B-deildin er farin af stað og er sex leikjum lokið í fyrstu umferð. Það eru færri Íslendingar í deildinni eftir að þeir Alex Þór Hauksson, Böðvar Böðvarsson og Axel Óskar Andrésson komu heim í Bestu deildina, en Stefan Alexander Ljubicic hélt til Skövde frá Kefavík rétt fyrir gluggalok í Svíþjóð.

Það var Íslendingaslagur í dag þegar Örebro fékk einmitt Skövde í heimsókn. Srdjan Tufegdzic, Túfa, er þjálfari Skövde og byrjaði hann með Stefan á bekknum. Túfa tók við Skövde í vetur eftir að hafa stýrt Öster í tvö tímabil þar á undan.

Staðan var 0-0 í hálfleik en á 76. mínútu kom varamaðurinn Mikael Mörk gestunum yfir þegar skot hans fór af varnarmanni og í netið.

Valgeir Valgeirsson lék allan leikinn í liði Örebro og Stefan kom inn í lið Skövde eftir 68. mínútur. Valgeir lék í stöðu hægri bakvarðar samkvæmt Flashscore.

Sundsvall, Utsikten, Oddevold, Helsingborg og Landskrona eru ásamt Skövde með þrjú stig. Tveir leikir eru eftir af umferðinni og er einn Íslendingur í eldlínunni í þessum skrifuðu orðum því Oskar Tor Sverrisson er í byrjunarliði Varberg sem heimsækir Brage. Í lokaleik umferðarinnar mæta svo Þorri Mar Þórisson og félagar hans í Öster liði Degerfors á morgun.

Sigurmark Skövde


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner