Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 02. apríl 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Kjósa um hvort liðið dragi sig úr keppni
Mynd: Getty Images
Meðlimir tyrkneska fótboltafélagsins Fenerbahce kjósa í dag um hvort félagið muni draga sig úr keppni í tyrknesku deildinni.

Fenerbahce hefur nítján sinnum orðið tyrkneskur meistari en félagið sagðist íhuga að draga sig úr keppni eftir að stuðningsmenn Trabzonspor réðust á leikmenn liðsins í síðasta mánuði.

Fenerbahce vann leikinn 3-2 en stuðningsmenn andstæðingana geystust inn á völlinn, réðust á öryggisverði og leikmenn. Allt sauð upp úr eftir að Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið á 87. mínútu og ýmsu lauslegu var kastað inn á völlinn.

Tyrkneska fótboltasambandið ákærði þrjá leikmenn Fenerbahce og tvo starfsmenn til aganefndarinnar fyrir þeirra hlut í slagsmálunum.

Nígeríski vængmaðurinn Bright Osayi-Samuel kýldi eina boðflennuna niður í jörðina og Batshuayi reyndi að sparka í annan aðila. Gianni Infantino foseti FIFA segir að það sem gerðist sé algjörlega óásættanlegt.
Athugasemdir
banner
banner
banner