Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Við óttuðumst um líf okkar“
Leikmenn Fenerbahce slógust við stuðningsmenn Trabzonspor
Leikmenn Fenerbahce slógust við stuðningsmenn Trabzonspor
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Alexander Dijku segir að hann og liðsfélagar hans í tyrkneska liðinu Fenerbahce hafi óttast um líf sitt í ringulreiðinni sem átti sér stað eftir 3-2 sigur liðsins á Trabzonspor á dögunum.

Sigur Fenerbahce var afar mikilvægur í titilbaráttu liðsins og fögnuðu leikmenn í dágóðan tíma á miðsvæði vallarins.

Stuðningsmenn Trabzonspor höfðu kastað mörgum aðskotahlutum inn á völlinn í leiknum og því líklega ekki besta hugmyndin að æsa stuðningsmennina frekar með óhóflegum fögnuði, en samt gerðu þeir það.

Það fór svo að stuðningsmenn náðu að brjóta sér leið inn á völlinn og neyddust leikmenn Fenerbahce til að verja sig með alls konar brellum og brögðum.

Dominik Livakovic, markvörður Fenerbahce, var kýldur í andlitið á meðan Michy Batshuayi tók hringspark á einn stuðningsmanninn. Öryggisverðir vallarins áttu erfitt með að halda áhorfendum frá leikmönnum og úr varð þessi ótrúlega ringulreið.

„Við óttuðumst líf okkar, því þegar stuðningsmaður er klár í bardaga þá veistu aldrei hvað gæti gerst,“ sagði Djiku, sem var heppinn að sleppa við slagsmálin, en hann var með fyrstu mönnum inn í klefa.

„Þetta byrjaði ágætlega, bæði innan sem utan vallar, þar sem við vorum að vinna 2-0. Í seinni hálfleik byrjuðu stuðningsmenn að kasta vatnsflöksum, mynt og reyksprengjum inn á völlinn. Dómarinn, vallarþulurinn og leikmenn Trabzonspor báðu stuðningsmennina ítrekað um að slaka á til að koma í veg fyrir að leikurinn yrði stöðvaður.“

„Eftir leikinn fögnuðum við sigrinum á miðsvæðinu eins og við gerum eftir hvern einasta leik. Við vorum að spila gegn liðinu sem er í þriðja sæti og Galatasaray vann sinn leik gegn Kasimpasa. Við sáum síðan einn stuðningsmann hlaupa inn á völlinn og nokkrum sekúndum síðar komu fleiri. Þetta var yfirþyrmandi fyrir öryggisverðina því stuðningsmennirnir komu úr öllum áttum.“

„Við fórum allir inn á sama tíma eftir hjálp frá öryggisvörðunum og leikmönnum Trabzonspor. Þetta gerðist allt mjög hratt en sumir liðsfélaga minna áttu engra annarra kosta völ en að verja sig. Ég er mjög heppinn að hafa ekki verið kýldur, ólíkt því sem gerðist fyrir liðsfélaga minn, Livakovic og fleiri,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner