Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 11:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Aðstoðarþjálfarinn kæmist ennþá í byrjunarliðið“
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Upphitunarþáttur Stúkunnar fyrir Bestu deild karla var sendur út á Stöð 2 Sport í gær, í þráðbeinni frá Ölveri í Glæsibæ.

Áhugaverð umræða var um lið FH og segir Atli Viðar Björnsson, fyrrum markahrókur liðsins, að forgangsverkefni hafi verið hjá liðinu að reyna að laga varnarleikinn en sóknarleikurinn gæti orðið vandamál í sumar.

„Það eru ærin verkefni sem bíða þessa liðs. Það fékk alltof mörg mörk á sig í fyrra og það hefur haldið áfram í vetur. Þeir eru að gefa ódýr mörk og þá eru öll mörk horfin úr þessu liði. Framherjarnir eru farnir og maður sér ekki í fljótu bragði hver ætlar að taka það kefli og bera uppi markaskorun liðsins. Ég held að það sé mikil bjartsýni hjá FH að ætla að horfa hærra en í fyrra," segir Atli Viðar.

„FH er að reyna að laga varnarleikinn, þeir sóttu Bödda og við vitum til hvers Dusan er fenginn þarna og svo kemur Ísak Óli inn. Ég held að það sé stóra verkefnið hjá FH en svo þurfi hitt að koma á eftir."

Baldur Sigurðsson segir spurningamerkin hjá FH mörg.

„Ef það er ein óvissuferð í hverri deild þá finnst mér það vera FH í ár. Mér finnst þetta geta farið í allar áttir. Það eru spennandi strákar þarna en það eru rosalega margir í liðinu sem hafa ekki sýnt stöðuga góða frammistöðu í gegnum heilt tímabil. Ástbjörn Þórðar þarf að ná stöðugleika í sinn leik, Vuk byrjaði vel í fyrra en datt niður, Kjartan Kári, Logi Hrafn þarf að stíga upp og verða að þessum leikmanni sem við erum alltaf að bíða eftir. Spurningamerkin eru rosalega mörg. Ég veit ekkert hvar ég hef FH," segir

Yrði ekki hissa ef Daði myndi byrja mótið
Þá er spurning varðandi markvarðarstöðuna hjá FH. Sindri Kristinn Ólafsson átti slappt tímabil í fyrra og Daði Freyr Arnarsson tók stöðuna af honum eftir að hann meiddist.

„Sindri þarf að eiga gott tímabil ef við gefum okkur það að hann spili. Ég yrði ekki hissa ef Daði myndi spila fyrsta leik. Ég sá FH - Víking skömmu fyrir páska þar sem Sindri fékk á sig tvö klaufaleg mörk. Daði spilaði gegn Stjörnunni um páskana og hélt hreinu. Mér finnst ákveðin skilaboð að hann hafi spilað þann leik," segir Atli Viðar.

Albert Brynjar Ingason segir það mikinn missi hjá FH að Kjartan Henry Finnbogason sé búinn að leggja skóna á hilluna og Davíð Snær Jóhannsson kominn til Noregs. Kjartan er orðinn aðstoðarþjálfari.

„Kjartan Henry kom oft inn og kveikti í liðinu. Hann var leiðtogi inná vellinum þegar þurfti að keyra liðið áfram. Svo var Davíð Snær X-faktorinn og breytti leikjunum. Hann var eini leikmaðurinn sem gat tekið yfir leikina. Það er rosalega mikið farið úr þeim leik með því að missa þá tvo," segir Albert og bætir við:

„Aðstoðarþjálfarinn kæmist ennþá í byrjunarliðið."

„Ég er ekki að sjá þá skora mikið af mörkum. Vuk og Kjartan eru alltof miklir jójó leikmenn og fyrir mér er Siggi (Sigurður Bjartur Hallsson sem kom frá KR) betri vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu. Frábær drengur og vinnusamur en þarf að sanna að hann sé topp stræker. Ég er ekki að sjá þá skora mikið af mörkum," segir Sigurbjörn Hreiðarsson.
Athugasemdir
banner
banner