Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 20:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal aftur á toppinn - Markalaust hjá Brentford og Brighton
Martin Ödegaard skoraði fyrra mark Arsenal í leiknum
Martin Ödegaard skoraði fyrra mark Arsenal í leiknum
Mynd: Getty Images
Brentford gerði markalaust jafntefli við Brighton
Brentford gerði markalaust jafntefli við Brighton
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið lagði Luton að velli, 2-0, á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Arsenal var ákveðið í því að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Manchester City síðustu helgi.

Martin Ödegaard kom heimamönnum í forystu á 24. mínútu. Arsenal keyrði í hraða skyndisókn þar sem Ödegaard lagði boltanum til hægri á Kai Havertz. Þjóðverjinn keyrði með boltann inn í teig, stoppaði í örskamma stund áður en hann setti boltann aftur á Ödegaard sem hamraði boltanum í fyrsta í nærhornið.

Undir lok fyrri hálfleiksins tvöfaldaði Arsenal forystuna. Emile Smith Rowe fékk boltann í teignum, lék með hann upp við endalínu áður en hann kom boltanum fyrir markið. Daiki Hashioka, varnarmaður Luton, komst fyrir Reiss Nelson, en stýrði sjálfur boltanum í netið og staðan því 2-0 fyrir Arsenal.

Arsenal sigldi þessu örugglega heim og kom sér aftur í toppsæti deildarinnar með 68 stig en Luton er í 18. sæti mep 22 stig.

Brentford og Brighton gerðu þá markalaust jafntefli í fremur bragðdaufum leik.

Gestirnir í Brighton áttu fleiri marktilraunir en þeirra hættulegasta færi kom undir lokin er Danny Welbeck kom sér í góða stöðu en Kristoffer Ajer komst fyrir skot hans.

Jafntefli niðurstaðan og líklega sanngjörn úrslit. Brighton er í 9. sæti með 43 stig en Brentford í 15. sæti með 28 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Arsenal 2 - 0 Luton
1-0 Martin Odegaard ('24 )
2-0 Daiki Hashioka ('44 , sjálfsmark)

Brentford 0 - 0 Brighton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner