Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fenerbahce dregur sig ekki úr keppni - Trabzonspor þarf að leika bak við luktar dyr
Allt sauð upp úr í tyrkneska fótboltanum, ekki í fyrsta sinn.
Allt sauð upp úr í tyrkneska fótboltanum, ekki í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félaginu Trabzonspor hefur verið skipað að spila sex leiki bak við luktar dyr, án áhorfenda, eftir að allt sauð upp úr þegar liðið tapaði á dramatískan hátt fyrir Fenerbahce í síðasta mánuði.

Fenerbahce vann leikinn 3-2 en stuðningsmenn Trabzonspor geystust inn á völlinn, réðust á öryggisverði og leikmenn. Allt sauð upp úr eftir að Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið á 87. mínútu og ýmsu lauslegu var kastað inn á völlinn.

Kosning var meðal meðlima Fenerbahce í gær um hvort liðið ætti að draga sig úr keppni í tyrknesku deildinni en kosið var gegn því.

Jayden Oosterwolde og Irfan Can Egribayat leikmenn Fenerbahce fengu báðir eins leiks bann fyrir að taka þátt í slagsmálunum.

Trabzonspor fékk þrjár milljónir tyrkneskra líra í sekt og þjálfari liðsins Egemen Korkmaz fékk eins leiks bann fyrir að slást við leikmann Fenerbahce.

Nígeríski vængmaðurinn Bright Osayi-Samuel kýldi einstakling sem hljóp inn á völlinn niður í jörðina en slapp við refsingu frá aganefnd tyrkneska fótboltasambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner