Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 10:29
Elvar Geir Magnússon
Funheitur í Færeyjum eftir að hafa rift hjá HK
Anton Söjberg skoraði bæði mörk B36 í
Anton Söjberg skoraði bæði mörk B36 í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK-ingar eru mjög svekktir út í danska sóknarmanninn Anton Söjberg eftir að hann ákvað að rifta samningi sínum við félagið í janúar. Söjberg skipti yfir í lið B36 í Færeyjum.

„Fíflagangurinn með Anton Söjberg er það sem svíður hvað mest. Hann var með klásúlu um að geta farið til Danmerkur ef honum leið ekki vel á Íslandi en svo fer hann til Færeyja. Ég átta mig ekki alveg á þessari klásúlu," sagði Andri Már Eggertsson, íþróttafréttamaður og stuðningsmaður HK, í hlaðvarpsviðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Söjberg átti stórleik með B36 fyrir landsleikjahlé þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í óvæntum 2-0 sigri gegn Færeyjameisturum KÍ frá Klaksvík sem vakið hafa mikla athygli fyrir framgöngu sína í Evrópukeppnum.

Hann lék svo allan leikinn í 4-1 sigri B36 gegn Skála á mánudaginn en B36 hefur unnið alla þrjá leiki sína í færeysku deildinni og situr á toppnum.

Það var mikil blóðtaka fyrir HK að missa Söjberg en Kópavogsliðið er í neðsta sæti í öllum spám fyrir Bestu deildina. Félagið er að næla í breskan sóknarmann í stað þess danska.
Athugasemdir
banner
banner
banner