Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef hann var að láta eins og fífl, þá er það bara eina að sparka honum í burtu"
Anton Söjberg.
Anton Söjberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Söjberg hér í baráttunni gegn Víkingum.
Söjberg hér í baráttunni gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Söjberg er 21 árs gamall sóknarmaður sem kom til HK á miðju síðasta tímabili. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum í Bestu deildinni.
Söjberg er 21 árs gamall sóknarmaður sem kom til HK á miðju síðasta tímabili. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Anton Söjberg verður ekki með HK í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa rift samningi sínum við félagið í janúar síðastliðnum. Hann var með klásúlu í samningi sínum sem leyfði honum að rifta og fara heim til Danmerkur ef honum liði ekki vel. Rætt var um Söjberg í hlaðvarpinu Niðurtalningunni í gær.

„Hann var opinn með það að hann væri að koma dálítið lítill í sér eftir samskipti sín við fyrrum þjálfara og fyrrum klúbb. Hann vildi hafa klásúlu um það að ef Ísland væri ekki réttur staðurinn fyrir hann; sér liði ekki vel hér, þá gæti hann losnað til þess að komast aftur heim til Danmerkur," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í viðtali við Fótbolta.net í janúar.

„Hann getur skipt í annað lið á Íslandi en það mun kosta hann töluvert af því að klásúlan var í raun eingöngu fyrir hann til þess að komast aftur heim. Hann getur fengið félagaskipti til Danmerkur en það er ákveðin upphæð sem hann þarf að greiða okkur til baka ef hann nýtir klásúluna til þess að skipta um lið hér innanlands."

„Hann notaði þessa klásúlu til þess að segja upp samningnum sínum, en á sama tíma sendi hann okkur drög að nýjum samningi. Hann hafði áhuga á því að vera hér áfram. Eins og ég sagði áðan þá gerði ég ekki ráð fyrir neinu öðru en að hann hefði áhuga á að vera hér, en hann hafði tækifæri á að segja upp samningnum sem hann gerði. Hann var tilbúinn að vera áfram ef við værum tilbúnir að hækka launin hans dálítið og bjóða honum upp á að geta skipt um lið aftur í næsta glugga algjörlega skilyrðislaust."

Ómar viðurkenndi að hann væri ekki sáttur með vinnubrögð Söjberg og það er Andri Már Eggertsson, stuðningsmaður HK, ekki heldur.

„Fíflagangurinn með Anton Söjberg er það sem svíður hvað mest. Hann var með klásúlu um að geta farið til Danmörku ef honum líður á Íslandi en svo fer hann til Færeyja. Ég átta mig ekki alveg á þessari klásúlu," sagði Andri í Niðurtalningunni í gær en Söjberg samdi nýverið við B36 í Færeyjum.

„Ef við skoðum viðtalið við Ómar á Fótbolta.net eftir að hann rifti. Þá sagði hann að hann gæti skipt í annað félag á Íslandi en það myndi kosta hann töluvert því klásúlan var í raun eingöngu fyrir hann til að komast aftur heim. Hann gæti komist aftur til Danmerkur en það þyrfti að greiða ákveðna upphæð ef hann nýtir sér klásúla til að fara í annað félag innanlands. Í hvaða heimi eru samt Færeyingarnir inn í þessu?"

„Manni leið alltaf þannig að hann væri sáttur að vera í HK og í kringum hlutina þar. Ef hann var að láta eins og fífl eftir tímabilið - þar sem hann er að reyna að hækka samninginn sinn - þá er það bara eina að sparka honum í burtu," sagði Andri og tók íþróttafréttamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson undir það:

„Eins og Green Day sagði, 'Good Riddance'."

Hægt er að hlusta á Niðurtalninguna í spilaranum hér fyrir neðan en þeir félagar voru sammála um það að HK þyrfti nú að bæta við sig leikmönnum áður en mótið færi af stað.
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner