Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Mikilvægt fyrir okkur að komast í Meistaradeildina
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Phil Foden átti stórleik
Phil Foden átti stórleik
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola vill komast í Meistaradeildina
Pep Guardiola vill komast í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Pep Guardiola. stjóri Manchester City, var ánægður með að hafa landað sigri gegn Aston Villa á Etihad í kvöld en hann segir að liðið hafi ekki fengið nægan tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn.

Phil Foden skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Villa í kvöld og er Man City nú búið að jafna Liverpool að stigum, en er enn stigi á eftir Arsenal, sem er nú á toppnum.

„Svo lengi sem við vinnum þá er ég ánægður. Við töpuðum nokkrum auðveldum boltanum og sóknarlega er Villa mjög gott, en við vorum betri í dag,“ sagði Guardiola.

Rodri skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Jeremy Doku en hann er ánægður með að Spánverjinn sé að taka fleiri hlaup inn í teiginn.

„Vanalega þá skorar maður mörk ef maður er nálægt teignum og hann hefur verið að mæta þangað. Við vorum með meiri nærveru á síðasta þriðjungi vallarins, ólíkt því sem við sáum gegn Arsenal.“

Guardiola hrósaði þá Foden í hástert fyrir framlag hans í kvöld en Sky gaf honum 10 í einkunn fyrir frammistöðuna.

„Vinnusemi hans er ótrúleg. Hann spilar miðsvæðið og er með ótrúlega tilfinningu fyrir mörkum. Hann er með mörk í æðum sínum og við verðum að nota hann,“ sagði Guardiola, sem telur að Villa hafi gert mistök í aukaspyrnunni sem Foden skoraði úr rétt fyrir hálfleik.

„Ég held að þetta hafi verið mistök hjá Villa. Þetta var ekki yfir vegginn en það var mikilvægt að skora fyrir hálfleik.“

Guardiola segir að liðið hafi ekki fengið nægan tíma til að undirbúa leikinn. Man City spilaði við Arsenal á sunnudag og síðan aftur í dag gegn Villa. Hann hefur kvartað undan niðurröðin leikja í deildinni og er alls ekki sá fyrsti sem gerir það.

„Eftir þriðja markið fengu þeir eitt eða tvö færi í skyndisóknum en við fengum líka fullt af færum. Ég er rosalega ánægðru við frammistöðuna, en þetta voru þrír dagar. Við höfðum ekki tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik.“

Guardiola telur að Arsenal og Liverpool séu líklegri til að vinna deildina í augnablikinu en það mikilvægasta er að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

„Þau eru með fleiri stig en við þannig þau eru líklegri en það er mikilvægt fyrir okkur að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Við erum nálægt því en það eru margar ólíkar ástæður fyrir mikilvægi þess. Það að vinna Aston Villa var stórt skref í áttina að því,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner